28.9.2009 | 12:02
Til hvers?
Var ekki Tindur dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás með sveðju árið 2006? Af hverju gekk hann laus í fyrrahaust? Og var ekki Jónas Ingi með dóm í líkfundarmálinu? Hvernig væri nú að láta svona lýð SYTJA AF SÉR ALLAN DÓMINN og verja almanning þannig fyrir þessum skríl.
Dæmdir í 8 og 10 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Alli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og svo fá barnaníðingar 1 ár fyrir að misþyrma barni fyrir lífstíð.
Jóhanna Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:48
Ég er alveg sammála þessum úrskurði en það er rétt hjá þér að allt of margir glæpamenn fá alltof littla dóma miðað við glæpi en þetta er bara ísland í dag því miður.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:53
þetta er svona til að skapa lögfræðingum vinnu, svo lögfræðingar geti skammtað lögfræðingum laun og sjalftökur
auðvitað á að láta menn sitja af sér allan dóm fyrir alvarleg brot og veita þeim meiri eftirtekt og eftirlit þegar þeir eru leystir úr haldi hvort sem er fyrir góða hegðun eða annað.... fólk sem verður fyrir ógæfu og brýtur af sér, það hegðaði sér eflaust mjög vel áður en það braut af sér... svo það er alveg vært að fylgjast vel með því þó það hafi verið sleppt út fyrir góða hegðun, td. að það komi daglega og láti vita af sér eða sé heimsótt af og til án fyrirvara til að sjá að það sé að fóta sig í samfélaginu.
þetta kerfi sem við höfum, er kerfi sem er fundið upp til að gæta hagsmuna, réttarkerfið er að verja bara hagsmuni einkavina, flokksgæðinga og hvítflibbaglæpamanna sem aldrei eru dæmdir eða settir bakvið lás og slá, þeas. þeir sem skipta máli.
svo, öll þessi laun og dómskostnaður sem er dæmdur, skiptir máli því lögfræðingarnir fá þetta greitt frá ríkissjóði, þeim er skammtað þetta óáreitt... því þeir dæmdu eru að sjalfssögðu gjaldþrota og ekki borgunarmenn fyrir þessu að öðruleiti en því að sitja inni og hegða sér þar. lögfræðingar og dómarar eru líka glæpamenn.
D (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 13:50
Ég held að ef sett væru strangari viðurlög við þessum glæpum þá næðu þau samt ekki settum markmiðum. Frekar á að endurhæfa menn og setja þá í samfélagið þegar þeir eru tilbúnir. Gallinn er að einhvern tímann þarf að hleypa liðinu út og svo er ekki hægt að endurhæfa marga. Kerfið er því gallað eins og það er núna en hver veit hvað rétt er að gera? Á hefndin að skipta hér máli?
Svo til þess að svara númer 3 þá fara lögfræðingar og dómara eftir lögunum og öllum þeim réttarreglum sem eru viðurkenndar að hverju sinni án tillits til uppruna. Þetta þýðir að þeir verða að fara eftir lögum eins og þau eru (lex lata) en ekki eins og þeir telja að lögin eiga að vera (lex ferenda). Lögfræðingar þurfa því að spila eftir leikreglum sem löggjafarvaldið mótar. Stjórnmálamenn eru svo kosnir af þjóðinni þannig að vandamálið er ekki í höndum lögfræðinga né dómara heldur í höndum þeirra sem kjósa þessa menn. Enn og aftur getur fólk ekki ráðið nákvæmlega hvað þessir fulltrúar gera fyrir manns hönd en ef fólk er ósátt með þetta kerfi þá legg ég til þess að það fari á þing og geri eitthvað í þeim málum. Frekar á að gagnrýna lögin heldur en lögfræðinga og dómara.
Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 14:49
Ja ég fór nú eiginlega að velta fyrir mér hvernig stæði á því að í góðærinu hafi ekki verið byggt nýtt og nýstárlegt hús á borð við nýja óperu húsið til fangavistunar. ... Bíddu við... erum við með einhverja lausn í höndunum hérna :D
Guðjón (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:24
það er rétt að kerfið okkar er langt frá því að vera í lagi.... en lengri dómar og engin möguleiki á reynslulausnum er ekki málið... Eins og Helgi Heiðar segir þá þarf að "endurhæfa" menn. Fangelsisvist eins og hún er hér á landi er mannskemmandi og ef við erum að ræða um 8-10 ára dóma þá skiptir ekki öllu þótt þeir menn fái að fara e-ð fyrr út á reynslulausn... þetta er það langur tími samt að það er mannskemmandi hvort sem er..... svo ég efast um að okkur í þessu samfélagi líði e-ð betur með að hafa mennina lengur inni bara til að hafa þá lengur inni... þeir brjóta ekkert frekar af sér eftir 8 ár í fangelsi heldur en 10 ár.
Ef menn eru dæmdir til refsingar þá er leiðin ekki að hafa lengri dóma, því refsivistin er eins og ég sagði áður verulega mannskemmandi og við fáum ekki betri menn út í samfélagið. Hinsvegar ef við förum að dæma menn til "betrunar" þá ætti að dæma þá til betrunar þangað til þeir geta talist betri menn... og þá skiptir í raun alvarleiki glæpsins ekki öllu... heldur hvernig hver og einn einstaklingur vinnur úr sínu máli.
Það að maður sitji í fangelsi í 5 ár, eða 10 ár, gerir hann að öllum líkindum það skemmdan að endurhæfing eftir það gæti verið ansi erfið. Væri þá ekki gáfulegra að hafa refsinguna styttri, eða jafnvel enga í sumum tilfellum, og byrja svo strax "betrun" eða endurhæfingu eða hvað við viljum kalla það???
Við vitum það öll að fyrr eða síðar fáum við alla glæpamenn aftur út í samfélagið svo ég held að við ættum frekar að eyða peningunum í að gera þá betri heldur en að skemma þá.
Nína (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 19:48
Sumir hafa kannski betra af því að fá einhverskonar meðferð við sýki sinni eins og Jónas þyrfti að fá í stað þess að sitja í fangelsi. Held að það myndi bjarga betur mönnum eins og honum heldur en fangelsisvist. Og ég er ekki að tala um einhverja léttvæga meðferð heldur árangursríka sem myndi kenna þeim frekar en hvetja þá til fleiri glæpa.
Ekki þar fyrir þá er ég alveg sammála því að íslenska réttarkerfið er mjög svo einkennilegt með öllum þeim lögum og reglum sem þar gilda. Jónas hefur ennþá af sínum tveimur málum aðeins skaðað sjálfan sig og svo fjölskyldu sína meira en nokkurn grunar. Ég þori ekki að hugsa um afleiðingarnar ef efnið hefði komist í sölu hérlendis. En margir þeir sem fara út af sporinu í lífinu eiga líka fjölskyldur og börn þannig að það verður líka að gæta tungu sinnar þegar talað er um alla sem dæmdir eru sem einhverja harðsvíraða glæpamenn.
Óskin (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 19:50
Óskin... þetta var vel orðað hjá þér... það ættu fleiri að hugsa svona...
Við þyrftum að fá fleira fólk í lið með okkur og reyna að fá e-ð gert í því að breyta dómskerfinu.
Nína (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 19:57
Hey, ég veit ... stofnum flokk ... Frelsishreyfinguna.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 01:32
Í öllum siðmenntuðum ríkjum sætu t.d. Björgólfsfeðgar og Icesave-gengið, Wernersenbræður, Bakkabræður, Jón Ásgeir, Hannes Smáras. Steini Kók. Magnús Ármann, Hreiðar Már, Sigurður Einars. þegar inni, enda tilefnin meiri en nóg.
Stefán (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.